Sam­runinn geti skilað auknum sparnaði til neyt­enda - Vísir

Vísir heldur uppi gengdarlausum áróðri fyrir sameiningu Arion og Íslandsbanka. Frétt eftir frétt eftir frétt undanfarna daga er um þetta sameiningarmál og nánast allt um hvað þetta sé jákvætt og neytendum í hag, þrátt fyrir til dæmis að það hafi beinlínis þurft að snúa upp á handlegginn á bönkunum til að lækka vexti eftir langþráða stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Vissulega er það leiðinlegur ósiður hjá íslenskum fjölmiðlum að bjóða uppá stöðuga kranablaðamennsku, sérstaklega þegar kemur að viðskiptafréttum, en fyrr má nú aldeilis vera. https://www.visir.is/g/20252689293d/samruninn-geti-skilad-auknum-sparnadi-til-neytenda