Hversu mikið var um svindl í ykkar skólagöngu?

Var að tala við hinn helminginn sem er útlenskur og hann vill meina að almennt voru allir að svindla á prófum í eitthverjum fögum þar sem hann gekk í skóla, allt frá grunnskóla upp í háskóla. Að þar hafi þetta verið bara partur af félagslífinu og tengslamyndun. Nú man ekki til þess að það hafi verið mikið um svindl í prófum í mínum skóla, en það getur svosem verið að ég hafi sjálf bara ekki tekið eftir því (eða nokkurn tímann gert það sjálf). Ég get svosem vel hafa verið sakleysið uppmálað, en á hinn bóginn kemur hann frá mjög ólíkum menningarsvæði. Hver er ykkar reynsla?